Ken Venturi valinn í Frægðarhöll kylfinga
Fyrrum sigurvegari á Opna bandaríska og 14 faldur sigurvegari á PGA Tour, Ken Venturi hefir verið valinn í Frægðarhöll kylfinga.
Ken Venturi, 81 árs, sem hlýtur inngöngu í Frægðarhöllina vegna afreka sinna um ævina verður vígður í höllina 6. maí n.k. í the World Golf Village in St. Augustine, í Flórída.
„Þetta er bara heiður,“ savði Venturi á blaðamannafundi á Pebble Beach Golf Links í heimaríki sínu Norður-Kaliforníu. „Stærsta viðurkenningin í lífinu er að vera minnst og ég þakka Frægðarhöllinni fyrir að muna eftir mér.“
„Mér var kennt af Byron Nelson og ég spurði hann eitt sinn: „Hvernig get ég endurgreitt þér fyrir allt sem þú hefir gert fyrir mig?“ Hann sagði : „Ken vertu leiknum góður og gefðu tilbaka.“
„Og það er það sem ég hef reynt að gera vegna þess að ég hef oft sagt að heimurinn muni aldrei minnast mannst fyrir það sem maður tekur úr honum heldur aðeins fyrir það sem maður skilur eftir.“
Hápunktur á ferli Venturi var þegar hann sigraði Opna bandaríska 1964 í Congressional Country Club það sem hann þurfti að spila í yfir 40° hita og þurfti að yfirvinna mikið vatnstap til þes að sigra eina risamótstitil sinn.
Hann varð að hætta í keppnisgolfi vegna veikinda (carpal tunnel syndrome) árið 1967. Árið eftir fékk hann starf hjá CBS sem golffréttamaðurog naut langs og farsæls ferils sem slíkur.
„Hann spilaði í Ryder Cup 1965 og var fyrirliði í Forsetabikarnum árið 2000,“ sagði framkvæmdastjóri PGA Tour, Tim Finchem.
Ken Venturi er líka ein aðal söguhetjan í bók Mark Frost „The Match“, sem margir kannast við. En til áhangenda golfíþróttarinnar um allan heim er hann það sem PGA tour level golf stendur fyrir og átti 35 góð ár í golffréttamennsku.
Ljóst er nú að Ken Venturio g FFred Couples fá inngöngu í Frægðarhölina og enn á eftir að tilnefna 2 aðra.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
