Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra, Berglind, Íris Katla og Sunna keppa í dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og USF hefur leik í dag á Edean Ihlanfeldt Invitational, í Sahalee, Sammamish, Washington. Mótið stendur dagana 8.-10. október.

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og  Sunna Víðisdóttir, GR og Elon,  spila í sama mótinu Lady Pirate Invitational. Mótið stendur dagana 8.-9. október og fer fram í Greenville, Norður-Karólínu, en gestgjafi er East Carolina.

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals, golflið The University og Queens, Charlotte leggja land undir fót og spila í Flórída næstu tvo daga.  The Royals taka þátt í Shark Shootout á West Palm Beach í Flórída.

Golf 1 óskar þeim Eygló Myrru, Berglindi, Sunnu og Írisi Kötlu góðs gengis!