Hver er kylfingurinn: Jason Dufner? (Seinni grein af 2)
Í seinni grein Golf 1 um bandaríska kylfinginn verður fjallað um hvað hann hefir verið að gera árin 2011, 2012 og það sem af er ársins 2013 í golfinu, en á þeim tíma má segja að hinn áður óþekkti Dufner hafi stigið fram í kastljós golffréttamiðla, sem einn besti kylfingur Bandaríkjanna og reyndar heims því Dufner er sem stendur í 8. sæti heimslistans. Einn af hápunktum ársins 2012, hjá Dufner utan golfvallarins er eflaust að hann kvæntist kærestu sinni til margra ára, Amöndu Boyd, þ.e. 5. maí 2012. Hápunktar ársins 2013 hjá „Duf“ eru eflaust „dufnering“ æðið sem hann hleypti af stað …. og það að sigra á 1. risamóti sínu PGA Championship
Árið 2011
Snemma á árinu 2011 hafði Dufner tækifæri til að sigra fyrsta titil sinn á PGA Tour í the Waste Management Phoenix Open á TPC Scottsdale, þegar hann lauk leik 18 undir pari eftir 72 holu leik, en hann tapaði í bráðabana við Mark Wilson. Wilson náði fugli á 2. aukaholu og það besta sem Dufner náði þar var par. Hann lauk líka keppni með góðum árangri á the Zurich Classic of New Orleans, þar sem lokahringur upp á 66 högg færði honum 3. sætið. Dufner komst síðan á Opna bandaríska árið 2011 þegar Daninn Anders Hansen dró sig úr keppni; hér áður fyrr á úrtökumóti í Georgía tapaði Dufner í bráðabana fyrir Russell Henley. Hann spilaði líka á Opna breska árið 2011, vegna þess að Tiger Woods dró sig úr mótinu vegna meiðsla. Dufner komst hvorki í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska né Opna breska.
Sérstaklega um 2. sæti Dufner á PGA Championship risamótinu 2011
Á PGA Championship árið 2011 í Atlanta var Dufner að keppa til úrslita í fyrsta PGA Championship risamótinu, sem hann tók þátt í. Þegar hann hóf lokahringinn deildi hann 1. sætinu ásamt Brendan Steele á 7 undir pari. Dufner lauk fyrri 9 á 33 höggum, tveimur undir pari, meðan spilafélagi hans Steele tapaði 4 höggum snemma og datt úr úrslitabaráttunni um efsta sætið. Dufner hélt forystunni mestallan part lokarhingsins og var skollalaus fyrstu 14 holurnar. Keppinautur hans Keegan Bradley, fékk skramba á 15. braut og Dufner var með 5 högga forystu fyrir 4 lokaholurnar. Dufner sló síðan teighögg sitt á 15. braut í vatnshindrun á par-3 brautinni. Hann komst upp og niður af fallreitnum og náði skolla en síðan fékk hann líka skolla á 16. og 17. braut. Á sama tíma fékk Bradley fugla bæði á 16. og 17. braut og komst í forystu á 8 undir pari og þurrkaði út forystu Dufner. Dufner fékk par á 18. braut og þeir tveir Bradley og Dufner urðu að fara í 3 holu umspil.
Á fyrstu holu umspilsins slógu báðir innáhögg sín á 16. braut innan 2 metra frá stöng. Bradley náði pari, en Dufner missti fugl og þar með var Bradley með 1 höggs forystu þegar þeir fóru á 17. braut. Báðir komust á flötina af teig og meðan Bradley tvípúttaði og fékk par, sló Dufner bolta sínum hart framhjá holu og þrípúttaði síðan og þar með átti Bradley 2 högg á hann. Á síðustu holunni rétt komst Bradley hjá því að lenda í vatninu. Dufner fékk loks fugl. Bradley þurfti aðeins að tvípútta til að sigra fyrsta risamótið sem hann tók þátt í, sem honum tókst. Þetta var besti árangur Dufner í risamóti og hann vann $865,000. Annað sætið færði Dufner 38. sætið á heimslistanum, sem var það hæsta sem hann hafði komist á heimslistanum til þess tíma.
Árið 2012
Dufner hélt áfram að vera í góðu formi 2012 og var í forystu eftir 36 holur á the Masters, en missti hana niður og lauk keppni T-24. Þremur vikum síðar á the Zurich Classic of New Orleans, vann Dufner í fyrsta sinn á PGA Tour í 164. tilraun sinni til að sigra á mótaröðinni, þegar hann vann Ernie Els á 2. holu í bráðabana. Hann hóf lokahringinn með 2 högga forystu og kláraði á 70 höggum og samtals 19 undir pari, sem var mótsmet, sem Els reyndar jafnaði líka. Á fyrstu holu bráðabanans á 18. braut hafði Els tækifæri til að ná sigri með 1.8 metra pútti, en ýtti púttinu til hægri. Þegar 18. braut var spiluð aftur komst Dufner á flöt í 2 höggum og þegar Els komst ekki upp og niður með 91 metra höggi á flöt, sem hann átti eftir þá innsiglaði Dufner sigurinn með tvípútti. Dufner komst á topp-20 á heimslistanum í fyrsta sinn vegna þessa fyrsta sigur síns á PGA Tour.
Þremur vikum síðar náði Dufner 2. sigri sínum á PGA Tour, á HP Byron Nelson Championship og átti 1 högg á Dicky Pride og náði fyrsta sigri sínum frá árinu 1994, án bráðabana. Dufner hóf lokahringinn eftir að hafa verið í forystu eftir 54 holur, en fékk skolla á 2. og 3. holu og glutraði niður forystunni. Hann náði sér á strik með fuglum á 4., 5. og 7. holu, en var allan tímann á eftir forystumanni lokahringsins JJ Henry, þar til á 17. braut þegar Henri fékk skramba. Nú var Dufner í forystu ásamt Dicky Pride þ.e. eftir 71 spilaða holu. Dufner sökkti 25 feta (7.5 metra) fuglapútti á 72. holu og vann mótið! Með þessum árangri náði Dufner nýjum hæðum á heimslistanum 14. sæti og varð í 1. sæti áFedEx Cup stigalistanum. Dufner er eini kylfingurinn á PGA Tour 2012, ásamt Hunter Mahan, sem sigrað hefir í fleira en 1 móti á PGA Tour á árinu. Dufner fékk tækifæri til að vinna sér inn þriðja PGA Tour titil ársins á the Colonial, þar sem hann var í forystu eftir 36 og 54 holur áður en Zach Johnson hafði betur og vann Dufner með 1 höggi. Með 2. sætinu náði Dufner hins vegar 8. sæti heimslistans, sem er besti árangur hans á heimslistanum til þessa.
Frábær árangur Dufner hélt áfram á Opna bandaríska 2012, þar sem hann varð T-4, 2 höggum á eftir sigurvegaranum, Webb Simpson. Þetta er besti árangur Dufner til þessa í Opna bandaríska.
Dufner var einn þeirra sem hlaut sjálfkrafa sæti í Ryder Cup liði Bandaríkjanna 2012 og náði frábærum árangri á fyrstu Ryder bikars keppni sinni, þ.e. 3-0-1, þ.á.m 2&0 sigur á Peter Hanson í tvímenningsleikjum sunnudagsins (en hann var 1 af 3 fræknum Bandríkjamönnum, sem tókst að vinna sinn leik).
Það sem af er ársins 2013 hjá Dufner
Í janúar 2013 lýsti Dufner yfir áhuga að gerast félagi á Evrópumótaröðinni – frábær náungi á ferð þar og eflaust að yfirmenn Evrópumótaraðarinnar vildu glaðir að hann spilaði í Evrópu.
Í mars 2013 hleypti Jason Dufner af stað „Dufnering æðinu“ og má sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
Í júní 2013 varð Duf í 4. sæti á Opna bandaríska í Merion Golf Club og var það 2. árið í röð að hann varð í 4. sæti. Dufner var fyrir lokahringinn á samtals 8 yfir pari en lauk mótinu á 5 yfir pari samtals, 4 höggum á eftir sigurvegaranum Justin Rose.
En núna í gær sigraði hann í 1. risamóti sínu eins og sagði í upphafi PGA Championship eftir að hafa jafnað lægsta skor í risamótum 63 högg og sett nýtt vallamet á Oak Hill CC í NY, með 5 fuglum og 1 erni. Hann rétt missti af tækifæri á að vera á 62 höggum á lokaholunni. Á lokahringnum var sigurskor Dufner 68 högg og átti hann 2. högg á þann sem varð í 2. sæti Jim Furyk.
Nú í ágúst 2013 hefir Jason Dufner sigrað í 5 atvinnumannsmótum: 3 á PGA Tour og 2 á Web.com, en mótin sem hann hefir s.s. sagði sigrað í eru eftirfarandi:
Web.com:
| Nr. | Dags. | Mót | Sigurskor | Skor | Sigur | Í 2. sæti |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | 15. júlí 2001 | BUY.COM Wichita Open | 67-67-64-68=266 | –22 | 3 högg | |
| 2 | 11. júní, 2006 | LaSalle Bank Open | 69-71-69-70=279 | –5 | 1 högg |
PGA Tour:
| Nr. | Dags | Mót | Sigurskor | Skor | Sigur | 2. sæti |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | 29 apríl, 2012 | Zurich Classic of New Orleans | 67-65-67-70=269 | –19 | Umspil | |
| 2 | 20 maí, 2012 | HP Byron Nelson Championship | 67-66-69-67=269 | –11 | Sigraði með 1 höggi | |
| 3 | 11. ágúst, 2013 | PGA Championship | 68-63-71-68=270 | –10 | Sigraði með 2 höggum |
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


