Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders í Belmont Abbey. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi varð í 10. sæti á Myrtle Beach Intercollegiate

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders, þ.e. golflið Belmont Abbey, kepptu á Myrtle Beach Intercollegiate í Suður-Karólínu, dagana 1. -2. október, þ.e. mótinu lauk í gær.

Myrtle Beach mótið var stórt og voru 3 Íslendingar staddir á því Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG, sem náði þeim glæsilega árangri að verða í 3. sæti auk þess sem lið hennar St. Leo varð í 1. sæti og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem var þar með The Royals, golfliði The Univeristy of Queens, Charlotte. Keppt var bæði í karla og kvennaflokki og því var einnig staddur þar  Arnór Ingi, GR, með golfliði Belmont Abbey, The Crusaders.

Arnór Ingi lék á samtals 139 höggum (73 69) og var á 2. besta skori liðs síns. Arnór Ingi deildi 10. sætinu í einstaklingskeppninni og The Crusaders lentu í 4. sæti í liðkeppninni á mótinu, sem er glæsilegt.

Næsta mót Arnórs Inga er King College Invitational í Bristol, Tennessee, 8.-9. október n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Myrtle Beach Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá umfjöllun Belmont Abbey um mótið SMELLIÐ HÉR: