EPD: Stefán Már varð í 44. sæti á Fulda EPD Tour Championship
Stefán Már Stefánsson, GR, tók þátt í Fulda EPD Tour Championship, í Þýskalandi, nú um helgina. Spilað var í Golf Club Hofgut Praforst í Hünfeld.
Mótið virðist hafa fallið svolítið í skuggann af Ryder bikarskeppninni hjá golffréttariturum hér heima.
Stefán Már spilaði á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 75 74) og deildi 44. sætinu í mótinu með 2 öðrum, Tjeerd Staal frá Hollandi og Arwed Fischer frá Þýskalandi.
Stefán Már varð í 31. sæti peningalista EPD-mótaraðarinnar með 6.656.07 evrur og Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem líka hefir spilað á mótaröðinni varð í 78. sæti með € 2097,20. Fyrir 5 efstu sætin á peningalistanum var m.a. í boði kortið á Áskorendmótaröð Evrópu, sem er einskonar stökkbretti inn á sjálfa Evrópumótaröðina.
Eftir mótið í Fulda er orðið ljóst að Þjóðverjinn Marcel Haremza er í efsta sæti peningalistans og mun því spila á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Haremza er 34 ára frá Dießen am Ammersee í Þýskalandi. Hann hlaut í heildarverðlaunafé 26.262,12 evrur.
Þeir sem fylgja honum á Áskorendamótaröðina keppnistímabilið 2013 eru: Daníel Wünsche frá München, í 2. sæti (með € 22.920,60) Max Kramer frá Frankfurt í 3. sæti (með € 21.740,3). Í 4. sæti varð síðan Frakkinn Damien Perrier (með €20.723,31) og Tékkinn Marek Novy varð í 5. sæti (með € 17.986,64 í heildarverðlaunafé).
Til þess að sjá úrslitin á Fulda EPD Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

