Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 15:00

Stefán Már á 70 höggum og Þórður Rafn á 76 eftir 3. dag á Fleesensee

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson,  GR hafa báðir lokið við 3. hring á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee í Þýskalandi.

Stefán Már átti glæsihring í dag upp á 2 undir pari, 70 högg  í dag, meðan Þórður Rafn bætti sig um 6 högg frá hringnum í gær.

Samtals er Stefán Már á 4 yfir pari (75 75 70) nú en Þórður Rafn 13 yfir pari (71 82 76).

Sem stendur eru það þeir sem eru að spila á samtals 2 undir pari sem komast áfram á 2. stig úrtökumótsins.  Stefán Már á því örlitla von, spili hann vel á morgun, en næsta útilokað er að Þórður Rafn komist áfram að þessu sinni.

Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á úrtökumótinu á Fleesensee SMELLIÐ HÉR: