Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna Víðisdóttir T-27 í fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum

Sunna Víðisdóttir, GR og Elon, efnilegasti kylfingur Íslands 2011, lauk fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum í gær, The Terrier Intercollegiate, sem fram fór í Spartansburg, Suður-Karólínu, dagana 10.-11. september 2012.

Sunna deildi 27. sætinu í mótinu ásamt liðsfélaga sínum Emily Brooks, en báðar voru þær samtals á 156 höggum (78 78), hvor.

Skor Sunnu var  3.-4. besta skor liðsins og taldi því! Glæsilegt hjá Sunnu!!!

Lið Elon háskóla varð í 6. sæti af þeim 13 háskólaliðum sem þátt tóku.

Til þess að sjá frétt Elon háskóla um mótið SMELLIÐ HÉR: