PGA: Graeme McDowell fékk 2 högga víti fyrir að snerta lauf á BMW Championship
Graeme McDowell fékk tveggja högga víti á BMW Championship fyrir að snerta lauf í torfæru á lokaholu sinni, sem var sú 9. á Crooked Stick golfvellinum, í Carmel, en G-Mac byrjaði á 10. teig.
Þar með braut hann reglu 13-4c og fékk 2 högga víti.
G-Mac sagðist aldrei hafa lent í svona áður, en sagði jafnframt að kylfuberi hans hefði varað sig við greininni. Hann túlkaði það svo að hann mætti ekki fjarlægja laufgreinina, en aldrei að hann mætti ekki snerta hana og fannst vítið býsna dýrkeypt.
Eftir vítið var Graeme á 68 höggum; 4 höggum á eftir forystumönnum 1. dags, þ.á.m. landa sínum Rory McIlory.
Nú er verið að spila 2. hring á BMW Championship og sem stendur þegar þetta er ritað (kl. 13:20) er G-Mac T-6, þ.e. deilir 6. sætinu með nokkrum öðrum.
Fylgjast má með stöðunni á 2. hring BMW Championship með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
