Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 03:30

PGA: Seung-Yul Noh í forystu á Deutsche bank mótinu á 62 – hápunktar og högg 1. dags

Það er Seung-Yul Noh sem leiðir eftir 1. dag Deutsche Bank mótsins. Hann kom inn á 9 undir pari, 62 höggum. Noh lék glæsilega var með „hreint“ skollalaust kort sem á voru 9 fuglar og 9 pör – þar af komu 5 fuglanna á fyrri 9 og 4 á seinni 9.

Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk á 8 undir pari, 63 höggum. Kirk fékk 4 fugla á fyrri 9 en síðan skolla á 11. braut sem hann tók aftur með fugli á 12. braut og bætti síðan við 2 fuglum á 13. og 16. braut og fékk svo glæsiörn á 18., sem kom honum í 2. sæitð á eftir Noh.

Þriðja sætinu deila síðan 3 kylfingar: Tiger Woods, Jeff Overton og Ryan Moore allir á 7 undir pari, 64 höggum, en tveir þeir fyrrnefndu voru búnir að vera í forystu lengi vel framan af mótinu.

Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum er í 6. sæti ásamt Bandaríkjamanninum Bryce Molder á 6 undir pari, 65 höggum. Louis Oosthuizen og Ástralinn John Senden deila 8. sæti á 5 undir pari og 7 kylfingar þ.á.m. nývalinn leikmaður Ryder Cup Evrópu Ian Poulter deila 10. sætinu á 4 undir pari.

Lee Westwood og Phil Mickelson eru ásamt 8 öðrum kylfingum á 3 undir pari og T-17.

Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank mótinu SMELLIÐ HÉR:  

Til þess að sjá hápuntka 1. dags á Deutsche Bank mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Deutsche Bank mótinu SMELLIÐ HÉR: