Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Albert Þorkelsson – 29. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Albert Þorkelsson. Albert er fæddur 29. ágúst 1922 og hefði því átt 90 ára merkisafmæli í dag, en Albert lést 12. febrúar 2008.   Albert  var  forystumaður Golfklúbbs Borgarness (GB) allt frá stofnun klúbbsins 1973; hann var einn af stofnfélögum GB.

Viðar Héðinsson, sem vann meistaraflokk hjá Golfklúbbi Borgarness, og afi hans Albert Þorkelsson, sem vann öldungaflokkinn, voru kampakátir í mótslok árið 2000 þ.e. fyrir 12 árum. Á milli þeirra er Andrés Snær, fjögurra ára sonur Viðars. Mynd: mbl.is

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Carl Pettersson, 29. ágúst 1977 (35 ára);  Peter Uihlein,  29. ágúst 1989 (23 ára);  Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 1999 (13 ára)….. og …..

Golf 1 óskar þeim, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is