Hver er kylfingurinn: Condoleezza Rice?
Condoleezza Rice er fyrsta blökkukonan til þess að hljóta inngöngu í Augusta National golfklúbbinn, sem í 80 ár hefir meinað konum inngöngu og bannaði þar til fyrir tuttugu árum blökkumönnum félagsaðild að klúbbnum. Condoleezza brýtur því blað í sögunni í tvennum skilningi.
Condoleezza Rice fæddist í Alabama 14. nóvember 1954 og er því 57 ára. Hún er dóttir John Wesley og Angelenu Rice. Condoleezza eða Condi eins og hún er oft nefnd finnst gaman að spila golf og er með forgjöf sem sveiflast þessa dagana á bilinu 13-14. Condoleeza hefir tekið þátt í fjölmörgum Pro-Am mótum og þykir liðtækur kylfingur.
Sumir telja Condoleezzu valdamestu blökkukonu Bandaríkjanna. Hún var fyrsta konan til að gegna stöðu þjóðaröryggisráðgjafa í valdatíð Bush og síðan varð hún 2. konan á eftir Madeleine Albright, en eftir sem áður fyrsta blökkukonan, til að gegna stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stöðu sem Hilary Clinton gegnir nú.
Condoleezza innritaðist í háskóla aðeins 15 ára og við 26 ára ára aldurinn var hún útskrifaður doktor í alþjóðastjórnmálum frá University of Denver. Einn leiðbeinenda hennar í doktorsverkefninu var Joseph Korbel, faðir Madeleine Albright.
Frá árinu 1981 gegndi Condoleezza prófessorsstöðu við Stanford háskólann í Kaliforníu og var sérsvið hennar þar Sovétríkin, nokkuð sem nýttist henni vel síðar í ráðherrastöðum, sem hún gegndi.
Flestum finnst Condoleezza verðug og vel að félagsaðildinni að Augusta National komin.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
