Þrefaldur skolli hjá Birgi Leif á 16. braut!!! – Lauk keppni T-5 á Ecco Tour Championship!!!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk leik á Ecco Tour Championship í dag. Spilað var sem fyrr á Stenballesgaard golfvellinum.
Birgir Leifur var í 2. sæti eftir 9. holur og fram að 16. holu var hann ýmist í 1. eða 2. sæti. Síðan kom áfallið: þrefaldur skolli á 16. holu; 7 högg á par-4 16. brautinni!!!
Við skollann þrefalda fór Birgir Leifur úr 1. sætinu sem hann var í niður í 6. sæti, sem hann deildi með nokkrum öðrum og þegar allir höfðu lokið leik var ljóst að hann varð í 5. sæti. Tveir deildu 1. sætinu Ítalinn Alessandro Tadini og Englendingurinn James Busby. Þeir voru báðir á samtals 12 undir pari hvor og deildu 1. sætinu!!!!
Í 3.sæti voru Svíarnir Kristoffer Broberg og Klas Eriksson, á 11 undir pari hvor en sá síðarnefndi, Eriksson var búinn að leiða allt mótið og niðurstaðan því eflaust vonbrigði hjá honum.
Birgir Leifur var á 70 höggum lokahringinn og samtals 10 undir pari og deildi því sem fyrr segir 5. sætinu með 8 öðrum kylfingum þ.á.m. Þjóðverjanum Niclolas Meitinger sem Golf 1 fjallaði um í gær SMELLIÐ HÉR: Samtals spilaði Birgir Leifur á 278 höggum (69 70 69 70).
Þó þrefaldi skollinn sem Birgir Leifur hlaut á 16. braut hafi gert úti um sigurvonir hans þá verður að telja spilamennsku hans framúrskarandi. Hann sýnir að hann á heima meðal þeirra allra bestu… og þrefaldi skolli hvað? Það gengur bara betur næst!!!! Loks mætti geta þess að Ingi Rúnar, sonur Birgis Leifs stóð sig vel sem kylfuberi!!!
Til þess að sjá úrslitin á Ecco Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
