Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 09:45

Fjórir íslenskir kylfingar hefja keppni í Finnlandi í dag

Þau Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GB, Rúnar Arnórsson úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL eru meðal keppenda á Finnish Amateur Championship mótinu sem hefst í dag á Helsingin vellinum í Finnlandi. Mótið er sterkt áhugamannamót þar sem margir sterkir kylfingar víða af úr Evrópu taka þátt.

Leiknir verða þrír hringir í mótinu. Niðurskurður verður eftir annan hring þar sem 36 efstu kylfingarnir komast áfram í karlaflokki og 18 efstu hjá konunum. Alls taka 93 kylfingar þátt í karlaflokki en 39 í kvennaflokki.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið með því að SMELLA HÉR:

Heimild: golf.is