LPGA: Fjórar frá Suður-Kóreu í forystu í Ohio eftir 3. dag
Það eru 4 kylfingar frá Suður-Kóreu, sem eru í forystu fyrir lokahring Jamie Farr Toledo Classic mótsins, en það fer fram á golfvelli Highland Meadow golfklúbbsins í Sylvanía, Ohio. Það eru þær IK Kim, Jiyai Shin, Hee Kyung Seo og So Yeon Ryu.
Í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir er forystukona gærdagsins, sem líka er frá Suður-Kóreu Chella Choi ásamt löndu sinni Inbee Park og Mika Miyazato frá Japan.
Það er ekki fyrr en í 8. sæti sem stúlkur frá löndum utan Suður-Kóreu eru í meirihluta en þar eru bandarísku kylfingarnir Jacqui Concolino og Angela Stanford og hin sænska Pernilla Lindberg, sem leiddi 1. daginn auk að vísu enn einnar frá Suður-Kóreu Hee-Won Han.
Kvenkylfingar frá Suður-Kóreu standa mjög framarlega í kvennagolfinu í dag en til marks um það er að á topp-10 á Rolex heimslista kvenna eru 4 frá Suður-Kóreu, en það eru þær Na Yeon Choi, sem er í 3. sæti; Amy Yang sem er í 7. sæti, Sun Yu Ahn, sem er í 8. sæti og IK Kim sem er í 10. sæti. Aðeins ein af þeim fyrrnefndu 4 er í einu af 7 efstu sætunum þar sem Suður-Kórea á 6 efstu stúlkur og 4 í efstu sætinum, en það sýnir bara hvað breiddin er mikil af feykigóðum suður-kóreönskum kvenkylfingum.
Lokahringurinn verður spilaður í dag og ljóst að spennan um það hver stendur uppi sem sigurvegari í lok dags er mikil!! Það er aðeins eitt sem er ljóst en það er að líkindin á að það verði kylfingur frá Suður-Kóreu eru mikil!!!
Til þess að sjá stöðuna á Jamie Farr Toledo Classic eftir 3. dag SMELIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
