Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2012 | 10:55

LPGA: Fjórar frá Suður-Kóreu í forystu í Ohio eftir 3. dag

Það eru 4 kylfingar frá Suður-Kóreu, sem eru í forystu fyrir lokahring Jamie Farr Toledo Classic mótsins, en það fer fram á golfvelli Highland Meadow golfklúbbsins í Sylvanía, Ohio. Það eru þær IK Kim, Jiyai Shin, Hee Kyung Seo og So Yeon Ryu.

Í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir er forystukona gærdagsins, sem líka er frá Suður-Kóreu Chella Choi ásamt löndu sinni Inbee Park og Mika Miyazato frá Japan.

Það er ekki fyrr en í 8. sæti sem stúlkur frá löndum utan Suður-Kóreu eru í meirihluta en þar eru bandarísku kylfingarnir Jacqui Concolino og Angela Stanford og hin sænska Pernilla Lindberg, sem leiddi 1. daginn auk að vísu enn einnar frá Suður-Kóreu Hee-Won Han.

Kvenkylfingar frá Suður-Kóreu standa mjög framarlega í kvennagolfinu í dag en til marks um það er að á topp-10 á Rolex heimslista kvenna eru 4 frá Suður-Kóreu, en það eru þær Na Yeon Choi, sem er í 3. sæti; Amy Yang sem er í 7. sæti, Sun Yu Ahn, sem er í 8. sæti og IK Kim sem er í 10. sæti. Aðeins ein af þeim fyrrnefndu 4 er í einu af 7 efstu sætunum þar sem Suður-Kórea á 6 efstu stúlkur og 4 í efstu sætinum, en það sýnir bara hvað breiddin er mikil af feykigóðum suður-kóreönskum kvenkylfingum.

Lokahringurinn verður spilaður í dag og ljóst að spennan um það hver stendur uppi sem sigurvegari í lok dags er mikil!!  Það er aðeins eitt sem er ljóst en það er að líkindin á að það verði kylfingur frá Suður-Kóreu eru mikil!!!

Til þess að sjá stöðuna á Jamie Farr Toledo Classic eftir 3. dag SMELIÐ HÉR: