15 ára drengur fór tvisvar holu í höggi í Holywood Golf Club á Írlandi
15 ára strákur, Jon McClements fór tvisvar holu í höggi í Holywood Golf Club í County Down á Norður-Írlandi.
Þessi 1,54 m hái nemandi Lagan College, sem er með 9 í forgjöf, hefir farið holu í höggi tvisvar innan 3 vikna.
Fyrra skiptið var á 9. holu þann 6. júlí en það kom honum einna mest á óvart og síðan sló hann annnað draumahögg á 10. holu vallarins s.l. sunnudag (29. júlí 2012).
Rétt eins og Rory McIlroy, sem steig fyrstu spor sín í Holywood, byrjaði Jon að spila með plast golfkylfum aðeins 3 ára.
„Fyrra skiptið sem ég fór holu í höggi var í keppni við 3 vini mína,“ sagði Jon í viðtali við Belfast Telegraph. „Þetta var blint teighögg. Ég tók 7 járn og þetta leit bara út fyrir að verða fínasta högg. Við gengum að stönginni og gátum ekki fundið boltann og þá sagði vinur minn einhver hefir farið holu í höggi. Einhver kallaði upp númerið á boltanum og það var minn bolti.“ „Allir voru hlægjandi. John eftirlitsmaður var þarna og allir fögnuðu mér.“
„Hitt skiptið sló ég líka blint teighögg. Ég gat ekki trúað því og byrjaði að hlægja.“
Pabbi Jon, Tony, sem er slökkviliðsmaður, er afar stoltur af syni sínum, en sjálfur spilar hann með öldungunum í Holywood Golf Club. Hann vill endilega að Jon feti í fótspor Rory McIlroy og verði atvinnumaður í golfi.
„Margir af strákunum í klúbbnum hafa spilað golf í 50 ár og hafa aldrei farið holu í höggi, hvað þá tvisvar,“ sagði Tony.
Heimild: Belfast Telegraph
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
