Haraldur Franklín Magnús, GR (left) with his father and kaddy Kristján Franklín Magnús. Photo: Golf 1 Íslandsmótið í höggleik: Haraldur Franklín setti niður 15 metra pútt á flugbrautinni! – Viðtal
Þeir sem leiða fyrir lokahring Íslandsmótsins í höggleik eru þeir Rúnar Arnórsson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR. Haraldur Franklín var á besta skori mótsins í dag og tók Golf 1 örstutt viðtal Við Harald eftir 3. hring:
Golf1: Til hamingju með höggin 64 – besta skor keppninnar!
Haraldur: Takk fyrir það.
Golf 1: Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag?
Haraldur: Bara mjög góð og ég er spenntur fyrir morgundeginum.
Golf 1: Nú fékkst þú 2 erni á hringnum í dag, á 3. braut („flugbrautinni“) og 17. braut. Geturðu aðeins talað um þá?
Haraldur: Þriðja brautin („flugbrautin“) er hörð og boltinn rúllaði endalaust eftir teighögg, sem ég hitti ágætlega. Annað höggið hins vegar smellhitti ég með 3-tré og boltinn lenti fyrir framan flötina og þaðan púttaði ég svona 15 metra og boltinn datt. Á 17. notaði ég 9-járn í mótvindi í aðhögginu og boltinn lenti hægra megin og skoppaði ofan af brekkuna og niður á flöt. Þaðan setti ég í.
Golf 1: Hvert er planið fyrir morgundaginn?
Haraldur: Að vinna!
Golf 1: Takk fyrir viðtalið og gangi þér vel á morgun!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
