Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2012 | 19:50

LPGA: Stacy Lewis og Inbee Park í forystu fyrir lokahring Evian Masters

Það eru Stacy Lewis frá Bandaríkjunum og Inbee Park frá Suður- Kóreu, sem leiða fyrir lokahring risamótsins verðandi, Evian Masters. Báðar eru þær búnar að spila á 11 undir pari, 205 höggum; Lewis (63 69 73) og Park (71 64 70).

Þriðja sætinu deila þær  Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu, Karrie Webb, frá Ástralíu  og bandaríski kylfingurinn Natalie Gulbis, en sú síðastnefnda hefir ekki sést lengi í forystusæti. Allar eru þær á 10 undir pari, 206 höggum; Kim (69 68 69); Webb (70 69 67) og Gulbis (69 69 68).

Ein í 6. sæti er Cristie Kerr á 9 undir pari, 207 höggum  (71 69 67).

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Evian Masters SMELLIÐ HÉR: