PGA: Scott Piercy leiðir eftir 1. dag RBC Canadian Open – Hápunktar og högg 1. dags
Það er Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy sem leiðir eftir 1. dag RBC Canadian Open, sem hófst í Hamilton G&CC í Ancaster, Ontario í gær. Hann skilaði glæsiskori, 8 undir pari, 62 höggum. Skorkortið var skrautlegt þar gaf m.a. að finna 1 skolla á 14. braut Hamilton golfvallarins, en líka 5 fugla og 2 erni.
Með þessu jafnaði Piercy vallarmet sem Warren Sye setti á 3. hring Ontario Amateur 1991.
„Í allri hreinskilni fannst mér ég ekki hafa nógu góða tilfinningu fyrir golfvellinum þegar ég tíaði upp á 1. holu í dag,“ sagði Piercy. „Ég flaug inn seint á þriðjudag, spilaði í pro-am mótinu, og flugþreyta háði mér, þannig að ég bara sullaðist í gegn í gær.“
Þetta er ekki besta skor Piercy á ferlinum því hann á hring upp á 61 högg á 3. hring Reno-Tahoe Open 2011!
William McGirt og Greg Owen deila 2. sæti á 63 höggum. Í 4. sæti er Robert Garrigus á 6 undir pari, 64 höggum. Sjö kylfingar deilar síðan 5. sætinu á 5 undir pari 65 höggum, þ.á.m. Jhonattan Vegas frá Venezuela og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku.
Ernie Els, sigurvegari Opna breska lék á 72 höggum og er í 115. sæti sem stendur 2 höggum frá að komast í gegnum niðurskurð eins og niðurskurðarlínan er núna.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. daga á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 1. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
