Íslandsmótið í höggleik: Rúnar Arnórsson leiðir eftir 1. dag á 66 glæsihöggum!!!
Það er Rúnar Arnórsson, GK, sem leiðir eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik. Rúnar spilaði frábært golf í dag, kom í hús á 4 undir pari, 66 höggum og er á besta skorinu í dag. Rúnar fékk 5 fugla (á 2., 7., 10., 12. og 15. braut) og 1 skolla á par-4 14. brautina, sem jafnframt er erfiðasta braut vallarins.
Á hæla Rúnars eru „heimamaðurinn“ Andri Már Óskarsson, GHR og Haraldur Franklín Magnús, GR en báðir spiluðu þeir á 3 undir pari, 67 höggum.

Haraldur Franklín Magnús, GR, fyrir miðju á 1. degi Íslandsmótsins í höggleik – Davíð Gunnlaugsson, GKJ t.v og Ólafur Björn Loftsson, NK t.h. Mynd: gsimyndir.net
Fjórir kylfingar deila síðan 4. sætinu á í karlaflokki, á 2 undir pari, 68 höggum, þeir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Alfreð Brynjar Kristinsson og Sigmundur Einar Másson, úr GKG.
Þrír kylfingar deila loks 8. sætinu þeir Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG, Kristinn Óskarsson, GS og Örlygur Helgi Grímsson, nýkrýndur klúbbmeistari GV.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

