Birgir Björn Magnússon, GK. Photo: Golf 1. Unglingamótaröð Arion banka (4): Guðrún Brá, Ragnar Már, Birgir Björn, Ragnhildur, Henning Darri og Saga í forystu eftir 2. hring
Keppendur á Íslandsmótinu í höggleik unglinga tóku daginn snemma en byrjað var að ræsa út kl 6:00 í morgun en ákveðið var að flýta ræsingu vegna veður útlits. Slæma veðrið hefur látið bíða eftir sér og léku því kylfingar í frábæru veðri í morgun. Þegar leið á daginn þá fór veður versnandi en með því að færa ræsinguna frá náðu flestir keppendur að klára í sómasamlegu veðri, lokahollin í flokki dengja 15-16 ára fengu þó að kljást við veðrið undir lokin.
Í stúlknaflokki 17-18 ára leiðir Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK en hún lék á 76 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari, Guðrún Brá hefur því leikið hringina tvo á 145 höggum eða 3 yfir pari. Önnur er Anna Sólveig Snorradóttir GK á 148 höggum eða 6 yfir pari, í þriðja sæti er Guðrún Pétursdóttir GR á 149 höggum eða 7 yfir pari. Þriðji og loka hringurinn verður leikinn á morgun.
Í piltaflokki 17-18 ára er það Ragnar Már Garðarsson GKG sem hefur forystu, hann lék í dag á 71 höggi eða á pari vallarins, Ragnar Már er samtals á 145 höggum, hann leiðir með 3 höggum. Í öðru sæti er Bjarki Pétursson GB, hann lék í dag á 71 eða á pari í þriðja sæti er Benedikt Árni Harðarson GK, hann lék í dag á 76 höggum.
Í telpnaflokki leiðir Ragnhildur Kristinsdóttir GR og hefur hún 6 högga forskot á Söru Margréti Hinriksdóttur GK sem er önnur. Í þriðja sæti er Birta Dís Jónsdóttir frá Golfklúbbnum Hamri Dalvík.
Í drengjaflokki er það Birgir Björn Magnússon GK forystu, hann lék í dag á 70 höggum eða 1 höggi undir pari, vel gert hjá þessu unga og efnilega kylfingi en hann lék síðustu holurnar við erfiðar aðstæður í rigningu og roki. Í öðru sæti er Gísli Sveinbergsson GK og í þriðja sæti er Elís Rúnar Elísson GKJ.
Hjá stelpum 14 ára og yngri leiðir Saga Traustadóttir GR á 163 höggum eftir tvo leikna hringi, í öðru sæti einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur Eva Karen Björnsdóttir og í þriðja sæti er Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK.
Í flokki stráka 14 ára og yngri er það Henning Darri Þórðarson GK sem leiðin, Henning lék í dag á 78 höggum. í öðru sæti er Hvergerðingurinn ungi Fannar Ingi Steingrímsson GHG hann lék í dag á 76 höggum, í þriðja sæti er Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri Dalvík.
Á morgun verður ræst út frá kl 7:30 og er áætlað að Íslandsmeistarar í flokkum 17-18 ára pila og stúlkna ásamt telpum 15-16 ára verði krýndir um kl.14:30. Í öðrum flokkum fer krýning fram um kl.19:00.
Stúlkur 17-18 ára.
1. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 69/ 76/ 145
2. sæti Anna Sólveig Snorradóttir GK, 73/ 75/ 148
3. sæti Guðrún Pétursdóttir GR 73/ 76/ 149
Piltar 17-18 ára
1. sæti Ragnar Már Garðarsson, GKG 74/ 71/ 145
2. sæti Bjarki Pétursson, GB 78/ 71/ 149
3. sæti Benedikt Árni Harðarson, GK 73/ 76 / 149
Telpur 15-6 ára
1. sæti Ragnhildur Kristinsdóttir GR 77 / 78/ 155
2. sæti Sara Margrét Hinriksdóttir GK, 81/ 80/ 161
3. sæti Birta Dís Jónsdóttir GHD, 82 / 83/ 165
Drengir 15-16 ára.
1. sæti Birgir Björn Magnússon GK, 73/ 70/ 143
2. sæti Gísli Sveinbergsson GK, 73/ 71/ 144
3. sæti Elís Rúnar Elísson GKJ/ 70/ 79/ 149
Stelpur 14 ára og yngri
1. sæti Saga Traustadóttir GR, 85/ 78/ 163
2. sæti Eva Karen Björnsdóttir GR, 84/ 85/ 169
3. sæti Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK, 86/ 86/ 172
Strákar 14 ára og yngri
1. sæti Henning Darri Þórðarson GK, 70/ 78/ 148
2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson GHG, 75/ 76/ 151
3. sæti Arnór Snær Guðmundsson GHD, 80/ 73/ 153
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
