Adam Scott leiðir með 64 högg eftir 1. dag Opna breska
Það er Ástralinn Adam Scott, sem er í efsta sæti á Opna breska, eftir fyrsta dag á Royal Lytham & St Annes golfvellinum í Lancashire, á Englandi. Hann tók snemma í dag forystuna á 6 undir pari, 64 höggum, var með 2 skolla og 8 fugla á skorkortinu og jafnaði þar með vallamet á vellinm.
Paul Lawrie frá Skotlandi, John Deere Classic sigurvegarinn Zach Johnson, frá Bandaríkjunum og Nicholas Colsaerts, frá Belgíu deila með sér 2. sætinu, en allir léku þeir á 5 undir pari, 65 höggum.
Einn í 5. sæti er Farmers Insurance og Heritage sigurvegarinn Brandt Snedeker, á 4 undir pari, 66 höggum.
Graeme McDowell, Ernie Els, Rory McIlroy,Muto Toshinori, Bubba Watson og Tiger Woods, eru síðan jafnir í 6. sæti á 3 undir pari, 67 höggum.
Margir góðir voru á hinum enda skortöflunnar m.a. Michael Hoey, sem er í síðasta sætinu á 9 yfir pari (79) , Robert Rock spilaði á 8 yfir pari (78), aumingja Martin Kaymer, sem var að gera sér vonir um sigur komst að því að það er betra að þekkja golfvelli sem maður spilar á hyggist maður sigra á þeim, en hann sagði í nýlegu viðtali hér á Golf 1 að hann hefði aldrei komið á Lytham. Reynslan nú er ekki góð; en hann skilaði sér í hús á 7 yfir pari (77).
Aðrir sem ekkert virtist falla með í dag voru sá sem á titil að verja Darren Clarke frá Norður-Írlandi (76); Robert Allenby frá Ástralíu (75) og heimamaðurinn Justin Rose (74).
Til þes að sjá stöðuna eftir 1. dag Opna breska SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
