Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 17:50

Það sem Sergio Garcia klæðist mótsdagana 4 á Opna breska

Flestir bestu kylfingar heims eru með stóra styrktarsamninga við stærstu íþróttavöruframleiðendurna, stundum fleiri en 1.  Eitt þekktasta merkið í golfinu er e.t.v. Nike sem Tiger auglýsir fyrir. Eða þá Puma, sem Rickie Fowler hefir verið duglegur að auglýsa og er nú orðið eitt af þekktara merkjunum á golfvellinum, í skærum, skræpóttum litum: gulum, appelsínugulum, eplagrænum aqua marín bláum lit eða skærbleiku.

Sergio Garcia er á samningi hjá TaylorMade og Adidas og það er Adidas sem sér til þess að kappinn sé alltaf klæddur skv. nýjustu golffatatísku.

Þegar stórmót eins og Opna breska er í gangi er tilvalið að auglýsa nýjustu línurnar og er löngu fyrirfram ákveðið hverju viðkomandi kylfingur klæðist.

Hér á meðfylgjandi mynd sjáum við hvað Sergio verður í næstu þrjá daga.