Westwood í góðu skapi eftir góðan æfingahring á Royal Lytham
Lee Westwood er góðu skapi eftir góðan æfingahring á Royal Lytham vellinum, þar sem Opna breska hefst nú á fimmtudaginn n.k. „Ég spilaði völlinn í gær, sem var snilld því það var gott veður og það var næstum enginn á vellinum. Þetta er einn af bestu æfingahringjum fyrir Opna breska sem ég hef átt!!!“
Lee er að reyna að sigra í fyrsta risamóti sínu í 58. tilraun sinni, en hann er búinn að vera 7 sinnum meðal efstu 3 á risamótum á 16 síðustu risamótum.
Er tími Westwood kominn?
Lee Westwood, sem er orðinn 39 ára viðurkennir að Lytham sé einn af eftirlætisvöllum hans, en veit að erfiður karginn og leiðindaveður gæti sett strik í reikninginn.
„Ellefta brautin er miklu lengri og það eru miklu fleiri hindranir í leik. Sjöunda brautin er lengri, þannig að þetta er líka með því erfiðasta sem ég hef spilað á Opna breska, held ég. Augljóslega er mótið í Englandi og það er gaman að spila á heimavelli, það gerir það sérstakara. Ég tel þetta sanngjarnan völl, sem er mun erfiðari en hann lítur út fyrir að vera í fyrstu. Fólk segir að hann (völlurinn) sé nokkuð flatur næstum leiðinlegur, en eftir því sem maður spilar meira held ég að manni líki betur við hann og ég hef spilað á nokkrum Lytham Trophy mótum hér og nokkrum Opnum breskum.
„Ég gekk hér um í gær (mánudaginn 16/7) og var að reyna að finna út hvar fuglasénsarnir væru og ég er enn að reyna að gera mér grein fyrir því. Í staðinn fyrir að spá í fuglafærunum, þá eru holur þar sem par mun þykja gott skor. Þannig ætla ég að nálgast þetta.“
Tiger hefir lýst þykkan kargann „næstum óleikhæfan“, meðan að sá sem á titil að verja, Darren Clarke er hræddur um að boltar týnist jafnvel þótt að verðir og golfvallarstarfsmenn sem eiga að svipast um eftir boltum séu við hverja holu.
En Lee Westwood, sem lýst hefir sjálfan sig fullfærann um að spila á Opna breska eftir nýleg meiðsl m.a. í nára sem hann náði sér í á Opna franska, virðist fara að ráðum sigurvegar Opna á Lytham Tony Jacklin að vera ekkert að væla yfir vellinum.
„Ég er sannfærður um að það eru nokkrir óleikhæfir staðir í karganum; hann er þykkur og harðleikinn. En ef maður er ekkert í karganum, þá er þetta ekkert vandamál.“ Þannig að Lee er jákvæður!
Heimild: SkySports (að hluta)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
