Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Kyle Westmoreland (26/50)
Í dag verður sá kynntur sem varð í 25. sæti á Korn Ferry Tour Finals og hlaut þannig kortið sitt á PGA Tour.
Það er Kyle Westmoreland.

Kyle Westmoreland ásamt eiginkonu sinni Erin
Kyle Westmoreland er fæddur 20. september 1991 í Lewisville, Texas og er því 31 árs.
Hann er 1,9 m á hæð og varði háskólaárunum í United States Air Force Academy, þar sem hann var útnefndur karlíþróttamaður ársins, árið 2014 eftir að hafa orðið í 4. sæti í Mountain West Conference Championships.
Helstu sigrar Westmoreland sem áhugamanns eru:
2011 Service Academy Classic
2013 Jackrabbit Invitational, Gene Miranda Falcon Invite, Patriot All-America
Westmoreland náði niðurskurði 2021 á Opna bandaríska og lauk keppni T-68. Hann var fyrstur frá Air Force Academy til þess að ná þessum árangri. Hann var áður búinn að sigra á úrtökumóti til þess að komast á Opna bandaríska.
Westmoreland er einnig með spilarétt á PGA Tour Canada.
Besti árangur Westmoreland á keppnistímabili Korn Ferry 2022 var T-7 árangur í AdventHealth Championship.
Hann hlaut PGA Tour kortið sitt fyrir 2022-2023 keppnistímabilið með góðum árangri á Korn Ferry Tour Finals, sem hann endurtók nú aftur fyrir 2023-2024 keppnistímabilið.
Kyle Westmoreland býr í Katy, Texas og á eiginkonu sem heitir Erin.
Í aðalmyndaglugga: Kyle Westmoreland ásamt eiginkonu sinni Erin.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
