Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Paul Haley II (23/50)

Nú á aðeins eftir að kynna þá 3 (af 25), sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið.

Sá sem varð í 2. sæti þar er Robby Shelton og sá sem var efstur eftir reglulega tímabilið Carl Yuan. En áður að þeim kemur verður kynntur sá sem vermdi 3. sætið: Paul Haley II.

Paul Haley II fæddist 20. janúar 1988 í Dallas, Texas og er því 35 ára.

Hann er 1,8 m á hæð og 75 kg.

Haley II spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Georgia Tech. Á lokaári sínu sigraði hann á  Atlantic Coast Conference Championship. Hann gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift árið 2011.

Haley var kominn á  Nationwide Tour (nú: Korn Ferry Tour) árið 2012, var sem hann sigraði í 3. skipti, sem hann tók þátt í móti á mótaröðinni,, þ.e. á Chile Classic mótinu, sem tryggði honum kortið á PGA Tour í fyrra skiptið.

Árið 2022 sigraði hann að nýju á Korn Ferry nú á Memorial Health Championship 17. júlí 2022 – átti 3 högg á Austin Eckroat. Haley II hefir tekið þátt í 1 rismóti, Opna bandaríska nú í ár (2023) og þar náði hann ekki niðurskurði.

Sigurinn á Memorial Health, sem og góður árangur á Korn Ferry 2022 í heildinahefir nú tryggt honum spilarétt á PGA Tour í annað sinn og nú, 2023, rúmum áratug eftir að hann ávann sér spilarétt á PGA Tour í fyrra skiptið þ.e. 2012.