Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2023 | 22:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Dou Zecheng (22/50)

Nú á aðeins eftir að kynna þá 4 (af 25), sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið.

Sá sem varð í 4. sæti þar er Dou Zecheng, en hinir eru Paul Haley II, sem varð í 3. sæti, Robby Shelton, sem varð í 2. sæti og síðan þann sem varð efstur eftir reglulega tímabilið Carl Yuan.

Í dag verður Dou Zecheng kynntur.  Hann er reyndar alltaf kallaður Marty. Marty (Dou) er frá Henan héraði í Kína, fæddur 22. janúar 1997 og því 26 ára.

Hann er 1,75 m á hæð og 70 kg.

Árið 2014 var Marty fulltrúi Kína á Sumar-Ólympíuleikum ungmenna (ens: Summer Youth Olympics), Asíu leikunum og Eisenhower Trophy. Sama ár gerðist Dou atvinnumaður í golfi.  En áður til þess kom var Marty búinn að sigra á nokkrum áhugamnnsmótum í Kína og tveimur atvinnumannsmótum.

Helstu sigrar Marty (Dou) á áhugamannsmótum eru eftirfarandi:

2010 National Amateur (China)
2011 Callaway Junior World Championship (13–14 ára)
2012 China National Amateur Winners, Aaron Baddeley International Junior; China National Team Championship
2013 China Amateur Champions, Volvo China Juniors Match Play Championship; China Unicom Woo Pro-AM Championship
2014 National Team Asia Games and WATC Selecting Event Leg 1

Samtals á hann í beltinu 9 atvinnumannssigra.

Á kínverska PGA Tour hefir Marty sigrað 4 sinnum þ.e.:

1 15 maí 2016 St. Andrews Henan Open −2 (73-68-67-78=286) sigraði í bráðabana við Zhang Xinjun.
2 29. maí 2016 United Investment Real Estate Wuhan Open −10 (74-68-65-71=278) átti 5 hogging á Chen Zihao.
3 26. júní 2016 Sunning Estate Nanjing Zhongshan Open −14 (70-68-69-67=274) átti 1 höggi á Tælendinginn Gunn Charoenkul.
4 4. September 2016 Yulongwan Yunnan Open −23 (65-66-63-67=261) átti 3 högg á Bandaríkjamanninn Charlie Saxon

Sigrar á Korn Ferry:

Marty (Dou) hefir sigrað þrívegis á Korn Ferry Tour þ.e. á: 1) Digital Ally Open 30. júlí 2017; 2) The Bahamas Great Exuma Open, 16. janúar 2019 og 3) The Ascendant, 3. júlí 2022. Þess mætti geta að árið 2022 varð Marty einnig í 2. sæti á The Bahamas Great Abaco Classic en tapaði á 2. holu í bráðabana um 1. sætið fyrir Bandaríkjamanninum Brandon Harkins.

Eftir frækilega frammistöðu sína á Korn Ferry spilar Dou nú á PGA Tour.