Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2023 | 21:00

LET: Guðrún Brá úr leik á Ladies Open í Finnlandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET).

Mótið fer fram á Pickala golfvellinum í Finnlandi, dagana 29. júní – 1. júlí 2023.

Guðrún Brá lék á 10 yfir pari (79 75) og er því miður úr leik.

Guðrún Brá virðist vera að ganga í gegnum einhverja lægð núna – en af 6 spiluðum LET mótum á þessu keppnistímabili hefir henni aðeins tekist einu sinni að komast gegnum niðurskurð. Guðrún Brá lék einnig í 2 LET Access mótum fyrr í vor og þar gekk mun betur.

Í efsta sæti eftir 2 hringi á Ladies Open í Finnlandi er sænski kylfingurinn Johanna Gustavson, en hún hefir spilað á 12 undir pari. Í 2. sæti, 1 höggi á eftir er hin spænska Carmen Alonso, á samtals 11 undir pari. Eins og þær hafa spilað er eiginlega bara spurning, hvor þeirra stendur uppi sem sigurvegari á morgun?… þó nokkrar þar fyrir neðan þær á skortöflunni geti vissulega blandað sér í baráttuna.  Spennandi lokahringur á morgun!

Sjá má stöðuna á Ladies Open með því að SMELLA HÉR: