Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2023 | 18:00

PGA: Keegan Bradley sigraði á Travelers

Bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley sigraði á Travelers meistaramótinu, móti vikunnar á PGA Tour.

Mótið fór fram dagana 22.-25. júní 2023 á TPC River Highlands í Cromwell, Conneticut.

Sigurskor Bradley var 23 undir pari, 257 högg (62 63 64 68).

Fyrir sigurinn hlaut Bradley $3,6 milljónir og 500 FedEx stig – Munar í raun engu í verðlaunafé á PGA Tour og LIV í þessu móti – en á LIV golf mótaröðinni hlýtur sigurvegarinn $ 4 milljónir.

Bradley átti heil 3 högg á þá Zac Blair og Brian Harman, sem deildu 2. sætinu á samtals 20 undir pari, hvor.

Keegan Bradley er fæddur 7. júní 1986 og því 37 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og hefir á ferli sínum sigrað 12 sinnum sem atvinnumaður. Sigurinn nú er 6. sigur hans á PGA Tour.

Sjá má lokastöðuna á Travelers með því að SMELLA HÉR: