Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2023 | 23:59

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur varð í 58. sæti á Open de Bretagne

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour): Open de Bretagne.

Mótið fór fram 22.-25. júní 2023 á Golf Blue Green de Pléneuf Val André, í Pléneuf, Frakklandi.

Haraldur lék á samtals 13 yfir pari, 293 höggum (69 73 74 77) og hafnaði í 58. sæti!!! Flottur!!!

Sigurvegari varð Stuart Manley frá Wales, en hann lék á samtals 9 undir pari, 271 höggi (68 62 71 70).

Sjá má lokastöðuna á Open de Bretagne með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1