Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2023 | 22:00

Andrea og Sara kepptu á Opna breska kvenáhugamannsmótinu

Andrea Bergsdóttir, GKG og Hills GC og Sara Kristinsdóttir, GM, tóku þátt í The Womens Amateur Championship.

Mótið fór fram á The Prince´s í Englandi, dagana 13.-18. júní 2023.

Líkt og hjá körlunum voru fyrst spilaðir tveir höggleikshringir og síðan var skorið niður og þær sem eftir stóðu kepptu í holukeppnishluta mótsins, þangað til sigurvegarinn einn stóð eftir.

Keppendur voru 143 og þær sem voru T62 héldu áfram í holukeppnina

Andrea náði þeim glæsilega árangri að komast genum höggleikshkutann; lék á samtals 145 höggum (70 75) og varð T-17!!!!! Stórglæsileg!!!

Söru gekk hins vegar ekki eins vel komst ekki í holukeppnishlutann og fer mótið væntanlega í reynslubankann hjá henni.

Andrea tapaði síðan með minnsta mun fyrir kanadísku stúlkunni Katie Cranston og fór viðureign þeirra á 19. holu.

Það má vera stoltur af frammistöðu Andreu og Söru!!!

Sjá má lokastöðuna á The Women´s Amateur Championship í höggleikshlutanum með því að SMELLA HÉR:

Sjá má lokastöðuna á The Women´s Amateur Championship í holukeppnishlutanum með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: f.v: Sara og Andrea. Mynd: GSÍ