Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2023 | 18:00

Enginn íslensku strákanna 4 komst í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Opna breska áhugamannamótinu, sem fram fór dagana 18.-24. júní 2023.

Þetta voru þeir Kristófer Orri Þórðarson, GKG; Hlynur Bergsson, GKG; Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG og Aron Emil Gunnarsson ,GOS.

Spilað var á tveimur völlum: annars vegar Hillside og hins vegar Southport & Ainsdale völlunum, sem eru skammt frá borginni Liverpool á Englandi.

Þátttakendur í mótinu voru 289. Fyrstu tvo dagana var leikinn höggleikur og síðan skorið niður.

Skemmst er frá því að segja að enginn íslensku keppendanna komst í gegnum niðurskurð og þ.a.l. í holukeppnishlutann, sem tók við.

Aðeins 85 efstu spiluðu holukeppnina. Best af Íslendingunu stóð Kristófer Orri sig, en hann varð T-156 eftir 2 höggleikshringi.

Sigurvegari höggleikshlutans var Ben Van Wyk frá S-Afríku; lék á 11 undir pari, 132 höggum (64 68).

Holukeppnishlutann sigraði síðan Christo Lamprecht frá S-Afríku en hann sigraði í úrslitaviðureigninni við Ronan Kleu, frá Sviss 3&2.

Sjá má lokastöðuna á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR: