Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2023 | 16:00

NGL: Axel í 2. sæti á Thomas Bjørn Samsø Classic mótinu! Stórglæsilegur!!!

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Thomas Bjørn Samsø Classic mótinu, sem er mót á Nordic Golf League mótaröðinni (skammst.: NGL). Mótið fór fram dagana 7.-9. júní 2023.

Þetta voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Bjarki Pétursson, GB & GKG.

Axel stóð sig best Íslendinganna, landaði 2. sætinu, með skor upp á 17 undir pari …. og varð síðan fyrir því svekkelsi að missa af sigrinum í bráðabana, í viðureigninni við heimamanninn Sebastian Wiis.

Bjarki varð T-10 með skor upp á 9 undir pari (70 69 68).

Andri Þór varð svo T-29, lék á samtals 3 undir pari, (70 72 71).

Allir þrír íslensku kylfinganna fóru í gegnum niðurskurð sem er flottur árangur!!!

Sjá á lokastöðuna á Thomas Bjørn Samsø Classic með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga f.v.: Bjarki, Axel og Andri Þór. Mynd: GSÍ