Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (21/2023)

Það gerðist á 16. teig.

Boltinn flýgur út fyrir völlinn og splundrar framrúðuna á bíl, sem hringsólast á veginum og  lendir á skólabíl.

Sá lendir út af  götunni og dúndrast inn í gluggarúðu stórmarkaðar.

Byggingin hrynur síðan að hluta og grefur tugi manna undir rústunum.

Algjörlega lost stamar kylfingurinn: „Hvernig gat þetta gerst?“

Liðsfélagi hans svarar: „Þú varst ekki með nógu gott grip með þumalfingrinum!“