Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2023 | 18:00

LPGA: Lið Thaílands sigraði í Hanwha Lifeplus Int. Crown

Hanwha Lifeplus International Crown mótið fór fram á TPC Harding Park í San Francisco dagana 4.-7. maí 2023.

Mótið er óhefðbundið LPGA mót, þar sem um er að ræða fjórmenningsspil og kylfingum skipt niður eftir ríkisfangi.

Það var sveit Thaílands, með þeim Atthayu ThitikulPatty Tavatanakit og systrunum Moriyu og Ariyu Jutanugarn innanborðs, sem sigraði.  Fyrir sigurinn skiptu þær með sér $ 500.000,-

Í 2. sæti varð sveit Ástralíu og í 3. sæti sveit Bandaríkjanna.

Sjá má úrslit á Hanwha Lifeplus International Crown með því að SMELLA HÉR: