Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2023 | 18:00

PGA: Wyndham Clark sigraði á Wells Fargo meistaramótinu

Það var bandaríski kylfingurinn Wyndham Clark, sem stóð uppi sem sigurvegari á Wells Fargo Championship.

Mótið fór fram dagana 4.-7. maí 2023 í Quail Hollow Club, í Charlotte, N-Karólínu.

Sigurskor Clark var 19 undir pari, 265 högg (67 67 63 68) og átti hann heil 4 högg á næsta mann, Xander Schauffele, sem var á samtals 15 undir pari, 269 höggum (66 69 64 70).

Tyrell Hatton og Harris English deilda 3. sætinu á samtals 12 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Wells Fargo Championship með því að SMELLA HÉR: