Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Craig Wood ———– 7. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Craig Wood. Hann fæddist 18. nóvember 1901 og dó í dag fyrir 55 árum og á því 55 ára dánarafmæli. Annar frægur sem á dánarafmæli í dag er enginn óþekktari en Seve Ballesteros, en hann dó í dag fyrir 12 árum og er sárt saknað.

Craig Wood sigraði í 21 skipti á PGA Tour þar af á 2 risamótum; á Masters 1941 og Opna bandaríska sama ár.

Wood var 2. sigurvegari á Masters til þess að deyja, en sá fyrsti var Horton Smith, sem dó 1963.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag (alvöru afmæli) eru : Kathy Ahern 7. maí 1949 – 6. júlí 1996; Brenden Pappas, 7. maí 1970 (53 ára): Henrik Bjørnstad, 7. maí 1979 (44 ára); Jaclyn Lee, 7. maí 1997 (26 árs) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is