Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2023 | 23:59

LET: Guðrún Brá 2 höggum frá niðurskurði í Tékklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal keppenda á Tipsport Czech Ladies Open, en mótið fer fram dagana 23.-25. júní 2023.

Því miður komst hún ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni, en lokahringur mótsins verður spilaður á morgun, sunnudaginn 25. júní.

Mótið er venju skv. þriggja hringja og spilaði Guðrún Brá fyrstu tvo hringina á 4 yfir pari, 148 höggum (75 73) og var hún 2 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð, sem miðaðist við 2 yfir pari eða betra.

Guðrún Brá varð T-79 af 132 keppendum. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Diksha Dagar frá Indlandi á samtals 10 undir pari.

Mótið fer fram í Royal Beroun golfklúbbnum, sem er í Beroun, Tékklandi, bæ sem er í u.þ.b. 30 km fjarlægð frá höfuðborginni Prag.