Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2023 | 21:00

LIV: Brooks Koepka sigraði í Orlando og Talor Gooch í Adelaide og Singapore

Brooks Koepka

Þann 31. mars – 2. apríl 2023 fór fram LIV golfmót á Orange County National í Orlando – Sigurvegari þar varð Brooks Koepka.  Koepka varð þar með sá fyrsti til þess að sigra tvívegis á LIV golfmóti, en hann sigraði í fyrra skiptið í fyrra á LIV Jeddah. Fyrir sigurinn nú hlaut Koepka $ 4 milljónir (u.þ.b. 572 milljónir íslenskra króna).

——————————-

Talor Gooch jafnaði síðan við Koepka en hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á næsta LIV golfmótinu í The Grange golfklúbbnum í Adelaide, Ástralíu, sem fram fór 21.-23. apríl 2023 og endurtók síðan leikinn í Singapore, viku síðar í Sentosa golfklúbbnum í Singpore (28.-30. apríl 2023) og halaði þar með inn $8 milljónir á 8 dögum (eða 1 milljarð 144 milljónir íslenskra króna). Geri aðrir betur!

Næsta LIV golfmót er í Tulsa, Bandaríkjunum 12.-14. maí 2023.

Í aðalmyndaglugga: Talor Gooch.