Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2023 | 23:59

PGA: Nick Hardy og Davis Riley sigruðu á Zurich Classic

Það voru þeir Nick Hardy og Davis Riley, sem sigruðu á Zurich Classic of New Orleans.

Mótið fór að venju fram í Avondale í Louisiana, nú dagana 20.-23. apríl 2023.

Mótið var ekki höggleiksmót s.s. venjulegt er heldur var spilaður fjórmenningur.

Þeir Hardy og Riley unnu ser inn $1,242,700, sem eru u.þ.b. 175 milljónir íslenskra króna.

Sjá má lokastöðuna á Zurich Classic of New Orleans með því að SMELLA HÉR: