HILTON HEAD ISLAND, SOUTH CAROLINA – APRIL 16: Matt Fitzpatrick of England celebrates with the trophy in the Heritage Plaid tartan jacket after winning in a playoff during the final round of the RBC Heritage at Harbour Town Golf Links on April 16, 2023 in Hilton Head Island, South Carolina. (Photo by Kevin C. Cox/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2023 | 17:00

PGA: Fitz sigraði á RBC

Það var Matthew Fitzpatrick sem sigraði á RBC Heritage.

Mótið fór fram dagana 13.-16. apríl 2023, að venju á Harbour Town Golf Links í Hilton Head Island, S-Karólínu í Bandaríkjunum.

Fitz varð að hafa fyrir sigrinum en eftir hefðbundinn spilaðan holufjölda var hann jafn Jordan Spieth á samtals 17 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra beggja og hafði Fitz betur með fugli á 3. holu bráðabanans (par-4 18. holu Harbour Town Golf Links), meðan Spieth tapaði á parinu.

Fyrir sigurinn hlaut Fitz $ 3,6 milljónir!!!

Sjá má lokastöðuna á RBC Heritage 2023 með því að SMELLA HÉR: