Þórdís og Ragnheiður gengu sáttar frá borði á Spáni!!!
Þær Þórdís Geirsdóttir, GK og Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, tóku þátt í Alþjóðlega spænska mótinu í tvímenningi (International de España Dobles Senior Femenino 2023).
Mótið fór fram á La Sella golfvellinum, sem er mörgum Íslendingnum að góðu kunnur. Mótsdagar voru 7.-11. mars 2023. Fyrri tvo dagana (7.-8. mars) var tvímenningurinn, sem Þórdís og Ragnheiður kepptu í.

Í tvímenningnum var fyrst spilaður betri bolti og þann seinni foursome.
Um fyrri daginn sagði Þórdís á facebook síðu sinni:
„Flottur fyrri dagurinn hjá okkur í brjáluðu roki 💪 77 högg í dag eða 5 yfir pari 🥰 erum virkilega sáttar með okkur .“
Um seinni daginn sagði Þórdís síðan:
„Þá er mótinu okkar lokið og 20.sæti af 46 er niðurstaðan⛳️ Í dag var mikið rok og grínin á seinni 9 fóru illa með okkur en samt sem áður ágætis skor 😘 Við göngum sáttar frá borði.“
Þann 9.-11. mars fór síðan fram höggleikskeppni, sem aðeins Þórdís tók þátt í. Sáralitlu, 2 höggum, munaði að hún næði niðurskurði.
Sjá má lokastöðuna á La Sella með því að SMELLA HÉR:
Flottar báðar tvær, Þórdís og Ragnheiður á Spáni!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
