Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2023 | 12:01

Evróputúrinn: Thorbjörn Olesen sigraði á Thailand Classic mótinu

Það var hinn danski Thorbjörn Olesen, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum Thailand Classic.

Olesen átti 4 högg á næsta mann en hann lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum (67 67 64 66).

Í 2. sæti varð Paul Yannik frá Þýskalandi, eins og segir 4 höggum á eftir Olesen, á samtals 20 undir pari.

Landi Yannik, Alexander Knappe og Joost Luiten frá Hollandi deildu síðan 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor.

Mótið fór fram dagana 16. – 19. febrúar 2023 í mata Spring CC, Chon Buri, Bangkok, Thailand, og lauk því í dag.

Sjá má lokastöðuna á Thailand Classic með því að SMELLA HÉR: