Jon Rahm ósáttur við 5. sætið á heimslistanum
Í síðustu viku var Jon Rahm í 5. sæti heimslistans.
Jafnvel þá var hann ósáttur við þá röðun hans, þar sem stutt er síðan að hann hefir sigrað í Opna spænska og síðan á DP World Tour Championship.
Botninn tók þó úr þegar Rahm var enn rankaður í 5. sæti heimslistans eftir glæsilegan sigur hans á 1. móti ársins á PGA Tour; Sentry Tournament of Champions.
Þar náði hann að ná upp 10 högga forskoti bandaríska kylfingsins Collin Morikawa …. og sigra með ótrúlega flottum hætti.
En sigurinn hafði engin áhrif á stöðu hans á heimslistanum. Hann er enn í 5. sæti heimslistans.
„Frá því í Playoffinu … hef ég sigrað þrívegis og ég kemst ekki einu sinni nálægt [Cantlay] á heimslistanum.“ sagði Rahm m.a. í viðtali við Sky Sports. „Ég er að reyna að skilja hvað er á seyði.„
Cantlay sigraði aðeins í 1 móti á PGA Tour, árið 2022.
Í nóvember sl. sagði Rahm (fyrir DP World Tour Championship) að sér finndist heimslistinn „hlægilegur“.
„Hefðu þeir ekki breytt stigakerfinu hefði ég verið ansi nærri nr. 1 [á heimslistanum] núna,“ sagði Rahm ennfremur á Sky Sports. „En í huga mér, finnst mér að ég hafi, frá því í ágúst, verið besti kylfingur heims.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
