Perla Sól og Gunnlaugur Árni keppa á The Junior Orange Bowl í Flórída
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, hefja leik í dag á The Junior Orange Bowl unglingamótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum.
Golfmótið er boðsmót þar sem að margir af bestu kylfingum Bandaríkjanna í unglingaflokki er boðið til leiks ásamt alþjóðlegum landsmeisturum víðsvegar úr veröldinni.
Gunnlaugur Árni fagnaði sigri á Íslandsmótinu í golfi í flokki 17-18 ára á síðasta ári, hann varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni í sama aldursflokki og stigameistari.
Perla Sól, sem er 16 ára, varð Íslandsmeistari í golfi í Vestmanneyjum árið 2022 – næst yngsti sigurvegarinn í kvennaflokki frá upphafi. Hún varð Evrópumeistari 16 ára og yngri og hefur á undanförnum árum fagnað Íslandsmeistaratitli í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á mótinu.
The Junior Orange Bow íþróttamótið á sér langa sögu og var fyrst haldið árið 1948.
Í dag er keppt í mörgum íþróttagreinum í ýmsum aldursflokkum á þessu móti. Árið 2018 voru 7.500 keppendur á aldrinum 5-18 ára.
Golfmótið fór fyrst fram árið 1964 hjá piltum og árið 1977 var fyrst keppt í stúlkuflokki.
Andy North, Craig Stadler, Hal Sutton, Mark Calcavecchia, Bob Tway, Billy Mayfair, Willie Wood, Jose Maria Olazabal, Bubba Watson, Tiger Woods, Romain Wattel og Lexi Thompson eru á meðal þekktra atvinnukylfinga sem hafa sigrað á þessu móti.
Mynd og texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
