Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2022 | 23:59

PGA: Viktor Hovland sigraði á Hero World Challenge

Hero World Challenge var mót vikunnar á PGA Tour, dagank 1.-4. desember 2022.

Mótið fór fram í Albany, New Providence, á Bahamas eyjum.

Sigurvegari mótsins var norski frændi okkar Viktor Hovland.

Sigurskor Hovland var 16 undir pari, 272 högg (69 70 64 69).

Hann átti 2 högg á Scottie Scheffler, sem varð i 2. sæti.  Cameron Young varð þriðji á samtals 12 undir pari.

Viktor Hovland er fæddur 18. september 1997 og því 25 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Oklahoma State. Hovland gerðist atvinnumaður í golfi 2019 og á í beltinu 7 sigra á atvinnumannsferli sínum, þar af 3 á PGA Tour, en sigurinn á Hero World Challenge var 3. sigur hans á PGA mótaröðinni.  Besti árangur Hovland í risamóti er 4. sætið á Opna breska 2022.

Sjá má lokastöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: