Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (13/2022): Byeong Hun An

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022.

Sá sem varð í 13. sæti verður kynntur í dag, en það er Byeong Hun An.

Byeong Hun An fæddist 17. september 1991 í Seúl, S-Kóreu og er því 31 árs.

Foreldrar hans eru borðtennisstjörnurnar Ahn Jae-hyung frá S-Kóreu og hin kínverska Jiao Zhimin.

Byeong Hun eða Ben An eins og hann er stundum kallaður fluttist til Bandaríkjanna 2005, þá 14 ára, til þess að taka læra í  David Leadbetter Golf Academy í Bradenton, Flórida.

Í ágúst 2009 varð hann yngstur, þá 17 ára, til þess að sigra á US Amateur. Hann spilaði fyrst á PGA Tour 2010, á Arnold Palmer Inv, 2 vikum áður en hann spilaði í Masters. Hann var valinn Sir Henry Cotton nýliði ársins 2015.

Besti árangur Ben An á risamótum er T-16 árangur í Opna bandaríska 2019. Ben An á 4 sigra í beltinu sem atvinnumaður í golfi, en hann gerðist atvinnumaður eftir útskrift frá University of California, Berkley, 2011.

Hann hefir 1 sinni sigrað á Evróputúrnum, 1 sinni á Challenge Tour, 1 sinni á Korn Ferry Tour og 1 sinni á kóreanska PGA.