Nýju strákarnir á PGA 2023 (8/50): Tyson Alexander
Nú verður fram haldið að kynna þá 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af efstu 25 sætunum eftir reglulega tímabilið í 2. deildinni, þ.e. Korn Ferry Tour.
Sá áttundi, sem kynntur verður er Tyson Alexander en hann varð í 18. sæti.
Tyson Alexander er fæddur 13. júlí 1988 í Gainsville, Flórída og er því 34 ára.
Hann er 1.85 og 79 kg.
Tyson er af mikilli golffjölskyldu: Pabbi hans Buddy Alexander sigraði áU.S. Amateur Championship árið 1986 og var golfþjálfari Florida Gators í 27 ár, en liðið sigraði m.a. í NCAA Division I árin 1993 og 2001. Afi Tyson;
Skip Alexander, var í Ryder Cup liðum Bandaríkjanna 1949 og 1951 og sigraði 3 sinnum á PGA Tour. Ferill hans endaði snögglega í flugslysi, þar sem hann komst einn af.
Tyson Alexander útskrifaðist frá University of Flórída 2010, með gráðu í íþróttafræði. Hann spilaði með golfliði skólans í bandaríska háskólagolfinu.
Hann gerðist atvinnumaður í golfi strax eftir útskrift og spilaði fyrst um sinn á minni mótaröðum; t.a.m. NGA, þar sem hann á tvo sigra í beltinu 2012 á Killearn Country Club Classic og 2014 Ocala/Marion County Classic.
Hann var á suður-ameríska PGA (PGA TOUR Latinoamérica) frá árinu 2017 og á einn sigur á þeirri mótaröð þ.e. Costa Rica Classic 2018; var kominn á Korn Ferry 2019 og á tvo sigra á þeirri mótaröð, þ.e. á Veritex Bank meistaramótinu 2021 og 2022 og mun næsta keppnistímabil (2022-2023) spila á PGA Tour.
Ýmislegt um Tyson Alexander:
- Hann er mikill aðdáandi allra Florida Gators liða.
- Meðal uppáhaldsgolfvalla hans er Royal Portrush Golf Club á N-Írlandi, þar sem hann var í sigurliði Bandaríkjanna í Arnold Palmer Cup 2010 og Point O’ Woods Golf and Country Club í Benton Harbor, Michigan, þar sem hann komst í fjórðungsúrslit í Western Amateur 2007.
- Hann spilaði körfubolta í menntaskóla
- Meðal uppáhaldssjónvarpsþátta hans eru: Ozark, Succession, og Yellowstone.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
