Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (7/50): Michael Kim

Nú verður fram haldið að kynna þá 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af efstu 25 sætunum eftir reglulega tímabilið í 2. deildinni, þ.e. Korn Ferry Tour.

Sá sjöundi, sem kynntur verður er Michael Kim, en hann varð í 19. sæti.

Michael Sangwon Kim fæddist 14. júlí 1993 í Seúl, Suður-Kóreu og er því 29 ára.

Kim  var í Torrey Pines High School og lék síðan með golfliði University of California, Berkeley í bandaríska háskólagolfinu.

Michael Kim er 1,8 m á hæð og 75 kg.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2013, eftir að hafa spilað sem áhugamaður bæði í Walker og Palmer Cup. Hann spilaði fyrst á Korn Ferry Tour 2013-2015 en komst fyrst á PGA Tour 2016.

Kim á einn sigur á PGA Tour í beltinu en hann kom 2018 á John Deere Classic, en þar var sigurskor hans samtals 27 undir pari, 257 högg (63 64 64 66).

Árið 2022 var Kim aftur kominn á Korn Ferry, en var einn þeirra 25, s.s. segir sem vann sér inn kortið sitt eftir reglulega tímabilið.

Meðal áhugamála Kim eru að sofa, hlusta á tónlist og íþróttir almennt.

Uppáhaldsíþróttamenn Michael Kim eru: Kobe Bryant, Michael Jordan og Aaron Rodgers.