Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Otaegui sigraði á Andalucia Masters mótinu

Það var heimamaðurinn Adrian Otaegui, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, dagana 13.-16. október 2022, þ.e. Estrella Damm N.A Andalucia Masters.

Mótsstaður var Real Club Valderrama í Sotogrande, Andaluciu á Spáni.

Sigurskor Otaegui var 19 undir pari, 265 högg (67 66 64 68).

Otaegui átti heil 6 högg á Svíann Joakim Lagergren, sem varð í 2. sæti á samtals 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Andaluciu Masters með því að SMELLA HÉR: