Afmæliskylfingur dagsins: Lilia Vu – 14. október 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Lilia Vu. Vu er fædd 14. október 1997 í Fountain Valley, Kaliforníu og á því 25 ára stórafmæli í dag!
Hún er ekki há í loftinu, aðeins 1,63 m á hæð.
Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með liði UCLA.
Meðan hún var í liði UCLA vann hún 8 sinnum einstaklingskeppnir, sem er það mesta í sögu kvennaliðs UCLA.
Meðan hún var UCLA Bruin var hún valin PING WGCA leikmaður ársins 2018, Pac-1 Conference leikmaður ársin og eins var hún meðal þeirra sem tilnefnd voru til Honda Award. Annar heiður sem henni hlotnaðist á háskólaárunum var að verða þrefaldur WGCA First Team All-American og All-Pac 12 performer.
Vu var í sigurliði Bandaríkjanna í Curtis Cup 2018 (þar sem hún halaði inn 4 stig) og eins var hún í liði Bandaríkjanna í Arnold Palmer Cup og í USA World Amateur liðunum.
Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og var 2019 nýliðaár hennar á mótaröðinni.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jesse Carlyle „J.C.“ Snead, f. 14. október 1940 (82 ára); Beth Daniel 14. október 1956 (66 ára); Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 14. október 1963 (59 ára); Ásta Óskarsdóttir, GR, 14. október 1964 (58 ára); Kaisa Ruuttila, 14. október 1983 (39 ára); Mireia Prat, 14. október 1989 (33 ára); Barnaföt Og Fleira Sala (43 ára); Siglfirðingafélagið Siglfirðingar (61 árs) ….. og …..
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
